Myndstef - Myndhöfundasjóður Íslands Hafnarstæti 16 / 101 Reykjavík. Sími 562-7711 / Fax 562-665 Netfang myndstef@myndstef.is

Gestavinnustofur SÍM í Berlín

 

 

Félagsmönnum Myndstefs býðst nú að sækja um Gestavinnustofur SÍM í Berlín

 

Frá árinu 2010 hefur SÍM haft gestavinnustofu í Berlín til leigu fyrir félagsmenn SÍM. Hugmyndin er að íslenskir myndlistarmenn geti dvalið erlendis og unnið að list sinni á sama hátt og erlendir listamenn koma til Íslands í gestavinnustofur SÍM. Gestavinnustofan er á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi í Neue Bahnhofstrasse 27, í Friedrichshain í austurhluta Berlínar, póstnúmer D-10245 Berlin.

Gestaherbergin eru tvö, Askja og Hekla, en gestir deila eldhúsi og baðherbergi. Aðeins fimm mínútna gangur er frá Ostkreuz lestarstöðinni að gestaíbúðinni, en S-9 fer beint frá flugvellinum Berlín Schönefeld (SXF) til Ostkreuz.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu SÍM til að bóka í síma 551-1346 eða á sim@sim.is.

 

Nánari upplýsingar er að finna á vef SÍM.